Ég er búin að vera með lagið, sem er spilað þegar maður er að bíða í röðinni eftir símtali frá covid rágjafa á læknavaktinni, á heilanum síðustu fjóra daga. Ég held að sú staðreynd segi mikið til um stöðuna í samfélaginu okkar.
eina áramótaheitið mitt var að kaupa mér nýjan tannbursta
í dag ætlaði ég að uppfylla áramótaheitið en það mistókst því ég keypti barnatannbursta
ég ætla ekki að reyna að afreka neitt meira á þessu ári bless
Ég fór í sund í dag klukkan hálfþrjú og í lauginni voru bara ég og þrjár aðrar manneskjur. Ég skildi ekkert í þessu en þegar ég kom upp úr komst ég að því að það hafi verið leikur. Jæja jæja ég fékk amk næstum að vera Palli var einn í heiminum í klukkutíma:)
það er bara þannig núna að allir staðir sem eru ekki rúmið mitt eru skítkaldir og svo er fólk bara í alvöru að búast við því af mér að geta farið fram úr rúminu á morgnana
uuuu afsakið ég fékk covid fyrir mánuði og fæturnir mínir stækkuðu um ca eitt númer, þetta er ekki bjúgur eða ímyndun ég lofa, hefur einhver annar omikron sjúklingur lent í þessu???
brennt barn forðast eldinn en það er ómögulega hægt að segja það sama um kisuna mína; í hvert skipti sem ég kveiki á kerti þá kveikir hún í skottinu sínu
voða gaman að geta tengt við nánast alla sem labba framhjá manni úti á götu í útlöndum, aðeins með því að raula hið frábæra lag we don’t talk about bruno🤌🏼