Fór í strætó í dag, þurfti að sitja við hliðina á einhverjum ungling því það var ekkert annað sæti laust, sá gulan bíl og var næstum búin að kýla hann í öxlina og segja “gulur bíll” ég þarf að hætta að spila þennan leik er orðin tvítug og þetta er orðið hættulegt🫣
Ég horfði á fréttir, og það var tekið viðtal við kall og svo var talað meira um það efni svo kemur kallinn aftur á skjáinn og heyrist í mér “nei vá hvað þessi maður er kunnulegur ég held ég hafi séð hann áður”þá segir afi minn sem er 85 ára“já Steingerður mín þú sást hann áðan”
Var í partý í gær, sat hjá þremur mönnum sem voru allir í sínum fínu jakkafötum, sum sérsaumuð og allt og það sem þeir töluðu um alvarlega og heillengi voru rubikskubbar og það var æðislegt😊
Vildi bara segja að systir mín er svaka svaka dugleg að gera afmæliskökur og kræsingar fyrir sæta tveggja ára barnið hennar🥰 hlakka svo til að borða það allt á eftir🤪
Það er ekki gaman að hafa verið með kvefpest og að vera raddlaus núna en að líða bara ágætlega í kroppnum, ég er ekki veik lengur en samt hljóma ég eins og að ég sé að deyja😭
Ég veit að ég verð örugglega jörðuð fyrir þessa skoðun en mér finnst Docs ekkert það slæmt og ég honestly verð smá rugluð að nota word veit ekki afhverju það fær svona mikið hate, þetta eru bæði tól til þess að hjálpa manni og eitthvað
Fór út í garð að lesa bók og fá smá sól, sá svo að það var geitungur á sokknum mínum og hann stakk mig þegar ég ætlaði að dusta hann af mér 😭 maður gleymir alltaf hversu óþæginlegt það er að vera stunginn af þessum kvikindum🤬