Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile
Védís

@vedis_eva

Almennt of langmál fyrir twitter, add á MSN fyrir nánari útskýringar.

ID: 717013895374839808

calendar_today04-04-2016 15:40:09

609 Tweet

196 Takipçi

409 Takip Edilen

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Stærsta spurning dagsins sem brennur á vörum Íslendinga í Biarritz þennan sunnudaginn er hvaða bar mun sýna beint frá leiknum hjá stelpunum okkar? Lífið er meira en surf, Frakkland! #em2022 #dottir

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Fór þvert gegn efasemdaröddinni innra með mér í dag þegar ég skráði mig í brimbrettaskóla í S-Frakkl., eftir að hafa leyft tíu árum að liða frá síðustu tilraun. Með salt í öllum vitum, úfið hár, tryllt af æsingi eftir baráttu við öldurnar, fann ég hvernig man titraði af lífi!🌊

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Afrek dagsins var að klára jógatíma á frönsku á ströndinni (í hitabylgju nb) og vera bara með á nótunum þegar kennarinn fyrirskipaði okkur að gera “chien tête-en-bas”, án þess að hika. Það gaf mér meira en að sitja í sveittri kennslustofu og beygja sagnir eftir e-m bókum 🇫🇷

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Lestur nýjustu skáldsögu Murakami minnti mig á hvað hann lýsir matargerð sögupersóna sinna af mikilli lipurð.Þær elda af nákvæmni og alúð,á meðan þær velta vöngum yfir undarlegum atburðum sem henda þær.Í hvert sinn sem söguhetjan snýr sér að eldhusinu finn ég matarlystina vakna🍜

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Ég sakna engrar kvikmyndastjörnu eins og ég sakna Robin Williams. Þegar ég var barn þráði ég og dagdreymdi um að hann væri skyldur mér og myndi nenna að leika við mig í fjölskylduboðum. Ég kenni Aladdin, Mrs. Doubtfire, Jumanji og Patch Adams um þessa undarlegu þrá mína.

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Hvaða rafhjól hentar vel íslenskum aðstæðum, að ykkar mati? 🚲 Ég er að flytja heim í ágúst og velti fyrir mér hvort það þurfi að hafa làgmarkskraft eða drægni vegna kulda og vinda (ekki áhyggjuefni í mið-Evrópu). Vonin er að þá geti ég verið að mestu bíllaus í daglegu snatti.

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Ég keypti mér einhver rugluð Burberry sólgleraugu á lame flugvelli í Portúgal vegna seinkunar en þau eru þeim eiginleika gædd að maður má verið með þau inni þar sem þau eru gegnsæ. +gul. Ég er ss komin í beina samkeppni v B Morthens. Djúp laug,ég veit, en ég er neck deep already.

Ég keypti mér einhver rugluð Burberry sólgleraugu á lame flugvelli í Portúgal vegna seinkunar en þau eru þeim eiginleika gædd að maður má verið með þau inni þar sem þau eru gegnsæ. +gul. Ég er ss komin í beina samkeppni v B Morthens. Djúp laug,ég veit, en ég er neck deep already.
Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

POV: Möndlukakan er einn stærsti menningarlegi fjársjóður okkar Íslendinga. Gmg, það jafnast ekkert á við slíka kökusneið í bland við einn rammbitran uppáhelltan kaffibolla. Þetta skrifa ég, gæðandi mér á svoleiðis í morgunmat, í kyrrlátri sveit á Norðurlandi.

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Þurfið þið eitthvað meira í lífinu en content af þessum nágranna að spila á nikkuna úti í garði fjölbýlishúss á síðdegi einum í Reykjavík?

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Mælanlegur kostnaður v. blæðinga, 🌸skatturinn, vísar til beinna útgjalda, ss dömubinda.Annar kostnaður sem kann að falla til, en gleymist við útreikning, er verkjalyf (~2000kr) + 9 hlauppokar í Krónunni (~7000 kr) v. fyrirtíðasp/hormónaójafnvægis. Veskinu blæðir líka x1 í mán 💸

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Ég geng oft yfir þessa brú milli Teiga og Túna, yfir KMbraut. Handriðið ryðgað, málningin er þreytt og hún er ásett (lélegu) graffi. Það væri svo mikil prýði ef hún væri máluð fallega, td í norðurljósalitum, sem myndi mæta gangandi/keyrandi, andspænis firði og fjöllum í fjarska🗻

Ég geng oft yfir þessa brú milli Teiga og Túna, yfir KMbraut. Handriðið ryðgað, málningin er þreytt og hún er ásett (lélegu) graffi. Það væri svo mikil prýði ef hún væri máluð fallega, td í norðurljósalitum, sem myndi mæta gangandi/keyrandi, andspænis firði og fjöllum í fjarska🗻
Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Konan sem fór á hjólaskautum í vinnuna sína í Borgartúninu þennan morguninn gaf af sér svo geggjaða orku að mig langar að tappa hana á flösku og selja sem orkuskot.

Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Óskast: þessi hárkolla, aðgengileg á höfuðborgarsvæðinu til láns/leigu fyrir kl 21.00 á morgun, af engu sérstöku tilefni nema vegna fan girl bíóferðar aldarinnar

Óskast: þessi hárkolla, aðgengileg á höfuðborgarsvæðinu til láns/leigu fyrir kl 21.00 á morgun, af engu sérstöku tilefni nema vegna fan girl bíóferðar aldarinnar
Védís (@vedis_eva) 's Twitter Profile Photo

Velti fyrir mér hvort ég þurfi að hafa áhyggjur af eða hvetja kærastann minn áfram í lestri á bók Aðalsteins Leifssonar, ríkissáttasemjara, um samningatækni. Hvaða áhrif mun þetta hafa á heimilislífið? Þarf ég á móti að kynna mér helstu atriði um verkfallsaðgerðir?