Þórbergur Þórðarson (@sobbeggiafi) 's Twitter Profile
Þórbergur Þórðarson

@sobbeggiafi

Gefðu mér á minn græna disk grautarsleikju og úldinn fisk

ID: 738717009983209472

calendar_today03-06-2016 13:00:34

1,1K Tweet

1,1K Takipçi

0 Takip Edilen

Þórbergur Þórðarson (@sobbeggiafi) 's Twitter Profile Photo

Ef til vill dettur þér í hug, að ég sé geggjaður, ógurlega siðspilltur eða þó að minnsta kosti hrokkinn upp af standinum.

Þórbergur Þórðarson (@sobbeggiafi) 's Twitter Profile Photo

Reykingar urðu mér svo auðlærð lexía, að þær líktust miklu fremur sæluríkri upprifjun, endurfundi týndra draumalanda, heldur en byrjandanámi í stafrófi líkamlegrar tortímingar.

Þórbergur Þórðarson (@sobbeggiafi) 's Twitter Profile Photo

Það er innantómleikinn, þessi þreytandi andlega örbirgð, þessi tærandi einstæðingsskapur sálarinnar, sem rekur fólk í hjónaband.

Þórbergur Þórðarson (@sobbeggiafi) 's Twitter Profile Photo

Rótin að fasismanum er sú hin sama hér sem í öðrum löndum. Hér eru stóreignamenn. Þeir elska eigur sínar eins og sjálfa sig.

Þórbergur Þórðarson (@sobbeggiafi) 's Twitter Profile Photo

Nú er allt upp á það að vera svalur og órómantískur og hafa ekki meira fyrir að komast upp á kvenmann en að kveikja sér í sígarettu.

Þórbergur Þórðarson (@sobbeggiafi) 's Twitter Profile Photo

Pappír, blek og pennar voru lífsnauðsynjar, sem ég gat aldrei án verið, eftir að móðir mín hafði gert það axarskaft að kenna mér að skrifa.

Þórbergur Þórðarson (@sobbeggiafi) 's Twitter Profile Photo

Að vera „fastur fyrir í skoðun“ var talinn miklu lofsverðari eiginleiki en að leita sannleikans og réttlætisins. Það skipti engu máli, hvort skoðunin var skynsamleg eða eintóm bölvuð vitleysa.

Þórbergur Þórðarson (@sobbeggiafi) 's Twitter Profile Photo

Það eru aðeins til náttúrulögmál. Og siðgæðislögmálið er einn strengur í hinni voldugu samhljóman náttúrulögmálanna.