Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile
Málspjall

@malspjall

Málspjall birtir fróðleiksmola og tengla á lengri pistla um íslenskt mál.

ID: 1322554293841526785

calendar_today31-10-2020 15:02:06

123 Tweet

544 Followers

1 Following

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Hvað merkir 'lítill minnihluti'? Er um að ræða lítinn hluta af heildinni, eða er lítill munur á stærð hlutanna? Vísar 'lítill' til fyrri liðarins, 'minni-', þ.e. að hlutinn sé litlu minni en hinn, eða til þess seinni, '-hluti', þ.e. að um sé að ræða lítinn hluta af heildinni?

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Sögnin 'valda' getur bæði merkt 'orsaka' og 'ráða við'. Í fyrrnefndu merkingunni er þátíð hennar 'olli' – „hálka olli þessu slysi“. Í seinni merkingunni hefur hún enga þátíð – það er ekki hægt að segja *„ég olli ekki þessu verkefni“ í merkingunni 'ég réð ekki við þetta verkefni'.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Stundum er amast við dæmum eins og 'hinir ýmsu menn' á þeirri forsendu að 'ýmis' sé óákveðið fornafn sem eigi ekki að fá veika beygingu eins og lýsingarorð. En veik beyging 'ýmis' í þessari stöðu er a.m.k. 150 ára gömul og mjög algeng. Eðlilegt er að greina orðið sem lýsingarorð.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Orðið 'nálgun' merkti áður 'færast nær (í tíma eða rúmi)' en er nú mjög oft notuð í merkingunni 'álit, sjónarmið' eða 'aðferð, aðferðafræði' – „það þarf nýja nálgun á þetta vandamál“. Sú merking er u.þ.b. 40 ára gömul en tíðni hennar hefur aukist gífurlega á undanförnum áratugum.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Orðin 'bóndadagur' um fyrsta dag þorra og 'konudagur' um fyrsta dag góu eru þekkt í málinu allt frá 19. öld. En heitið 'kváradagur' um fyrsta dag einmánaðar er nýtt í málinu. Það er ekki óeðlilegt að kynsegin fólk, kvár, eigni sér sérstakan dag rétt eins og karlar og konur.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Það er algengt í kosningum á Íslandi að „X-flokkur og óháðir“ bjóði fram. En hvernig getur sá hópur sem skilgreinir sig sem „óháða“ verið óháður flokknum sem hann er í samstarfi við um lista? Auðvitað er ekki glóra í því. Þetta er skýrt dæmi um pólitíska misnotkun tungumálsins.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Orðasambandið 'blasa við' merkti áður 'sjást vel, liggja opinn og öndverður fyrir e-m'. Aðalatriði er að þetta merkti ekki bara 'sjást' heldur 'sjást vel', og annaðhvort blasti eitthvað við eða ekki. En þetta er að breytast og nú merkir sambandið oft það sama og 'horfa við'.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Orðasambandið 'myrkur í máli' var yfirleitt notað með neitun og merkti 'segja skoðun sína fullum hálsi, skýrum orðum' eða 'segja skoðun sína umbúðalaust'. En á seinni árum er þetta iðulega notað án neitunar í merkingunni 'svartsýnn, harðorður, neikvæður' eða eitthvað slíkt.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Mörgum er í nöp við orðið 'ristavél' og benda á að í því eldhústæki sé engin 'vél'. En það er ekki heldur nein vél í 'eldavél', 'kaffivél' og ýmsum öðrum tækjum. Þótt 'ristavél' sé vissulega yngra orð en 'brauðrist' er það innlend nýmyndun úr íslensku hráefni, og ekkert að því.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Í óformlegri atkvæðagreiðslu um ljótasta orðið í íslensku fyrir nokkrum árum fékk 'geirvarta' yfirburðakosningu – 'varta' merkir líka 'húðþrymill með ósléttu yfirborði' samkvæmt Íðorðasafni í læknisfræði. Stundum er tökuorðið 'nippla' notað í staðinn – er það heppilegra orð?

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Stundum er amast við orðunum 'hringlótt' (í stað 'kringlótt') og 'kössótt' (í stað 'kassalaga' eða 'kantað') og þau kölluð „orðskrípi“ eða „barnamál“. En þetta eru rétt mynduð íslensk orð sem engin ástæða er til að hafa neitt á móti þótt einnig sé sjálfsagt að halda í eldri orð.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Sögnin 'gruna' tekur ýmist nefnifallsfrumlag og þolfallsandlag, „Lögreglan grunaði hana um glæp“ eða þolfallsfrumlag og aukasetningu, „Lögregluna grunaði [að hún hefði framið glæp]“. Vegna þess að merking sagnarinnar er mjög lík í báðum setningagerðum blandast þær stundum saman.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Nafnorðið 'gisk' í merkingunni 'ágiskun' er um 20 ára gamalt í málinu en hefur breiðst út að undanförnu t.d. í sambandinu 'gott gisk'. Það eru ýmis dæmi um það að endingarlaust hvorugkynsorð sé myndað af sögn með því að fella brott '-a'. Orðið 'gisk' er rétt myndað og lipurt orð.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Það er eðlilegt að fólk í ýmsum jaðarsettum hópum vilji fá að meta sjálft hvaða orðum það þarf á að halda og hvernig þau eiga að vera. Það er eðlilegt að ætlast til þess að það sé ekki gert gys að þessum orðum, eða fólkinu sem notar þau, eða gert lítið úr þörfinni fyrir þau.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Sögnin 'fljúga' var áður áhrifslaus – 'fuglar/örvar flugu' en enginn 'flaug fuglum'. Þetta breyttist þegar farið var að 'fljúga flugvélum' snemma á 20. öld. Um miðja öldina var einnig farið að tala um að 'fljúga farþegum'. Hvort tveggja er eðlileg nýsköpun í notkun sagnarinnar.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Orðið 'umkringis' kemur fyrir í fornu máli í sömu merkingu og 'umhverfis'. Í raun er þetta miklu gagnsærra, og í vissum skilningi „betra“, orð en 'umhverfis' – auðvelt að tengja það við 'umkringja', 'kringum' o.fl. Af einhverjum ástæðum er 'umkringis' samt nær horfið úr málinu.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Í blaðafrétt í gær stóð: „Íslensku Eurovisionfararnir Systur hittu í dag úkraínsku söngkonuna Jömulu [...]. Þær Elín, Beta og Sigga tóku á móti Jamölu eftir æfingu hennar í dag með blómvendi.“ Bæði 'Jamölu' og 'Jömulu' eru eðlilegar og réttar beygingarmyndir nafnsins 'Jamala'.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Sögnin 'heyja' merkir 'framkvæma, taka þátt í (orrustu, keppni)'. Hún beygist óreglulega – þátíðin er 'háði' og lýsingarháttur þátíðar 'háð'. Út frá þessum myndum varð svo til ný nútíðarmynd, 'há', – „þau há harða keppni“. Þetta er a.m.k. frá 17. öld og hæpið að kalla það rangt.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Í blaði í dag kemur fyrir lýsingarorðið 'berklædd' sem virðist merkja 'fáklædd' – „Lizzo er óhrædd við að vera berklædd og sýna holdafar sitt“. Þótt örfá dæmi finnist um þetta orð á netinu á það sér enga hefð í íslensku en hins vegar er það til í færeysku í merkingunni 'ber'.

Málspjall (@malspjall) 's Twitter Profile Photo

Orðið 'sólbekkur' er hundrað ára gamalt tökuorð úr dönsku (sem fékk það úr þýsku, 'Sohlbank') og var upphaflega utanhúss – merkti það sem nú heitir 'vatnsbretti'. Um 1960 var farið að nota orðið í merkingunni 'gluggakista' og enn síðar, um 1980, fékk það merkinguna 'ljósabekkur'.