Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile
Harpan

@harpahafsteins

ID: 482794966

calendar_today04-02-2012 09:42:11

326 Tweet

126 Takipçi

328 Takip Edilen

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Eitt skýrasta dæmið um sjálfbæra nýtingu auðlinda er skýrslubunkinn a borðinu mínu. MINNKAR EKKI þó af honum sé tekið.

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Mér finnst sláandi að sjá hve mörg þeirra sem tjá sig gegn nýju lögunum um #þungunarrof virðast vita lítið um konur, þunganir og rökhugsun.

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Það er ákveðið agaleysi í sálfræðideildinni á prófdegi. Ekki búið að ákveða dresscode dagsins og Vilborg María aka DJ VILLABONG BEATS og Elva Ágústsdóttir eru bara sofandi langt fram eftir degi #MHlífið

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Vá. Ég græddi heilan dag! Hjá mér var þriðjudagur allan heila gærdaginn. Hvað á ég að gera við þennan ónotaða þriðjudag?

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Kímdi með sjálfri mér þegar ég mætti konu í stuttum kjól og sandölum á leiðinni út í rigningarsuddann í Keflavík. Hætti snarlega þegar ég fattaði að ég er í flíspeysu á leiðinni í 30 stiga hita

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Var í léttu spjalli við leigubílstjóra í Manchester þegar vinkona mín hvíslaði að ég ætti að renna upp buxnaklaufinni. Eitt ráðvillt augnablik fannst nývaknaðri mér að hún væri að meina buxnaklaufinni hans...

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Hitti ráðvillta ferðamenn á Barónsstíg og gat hjálpað þeim að finna Hallgrímskirkju. Leiðsögunámið mitt er að gefa og gefa.

Dr. Auður Magndís (@amagndis) 's Twitter Profile Photo

Skólamálaráðuneyti - bara ha? Nei það sem við erum að gera hér í leik- grunn- tónlistar-, framhaldsskólum og frístundamiðstöðvum snýst um menntun og menningu. Þetta er eins og að heilbrigðisráðuneytið myndi heita Spítalaráðuneytið.

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Puð dagsins: Að hjóla upp þessa brekku. Hægt. Stuð dagsins: Að hjóla niður þessa brekku á þrettán sinnum meiri hraða.

Puð dagsins: Að hjóla upp þessa brekku. Hægt. 
Stuð dagsins: Að hjóla niður þessa brekku á þrettán sinnum meiri hraða.
Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

"Ertu ekki til í að kenna henni sporið" sagði góður karl við danskennarann eftir að hafa sjálfur fokkað upp sporinu 17 sinnum. Ég aldrei.

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Í dag hef ég einbeitt mér meira að því að fara yfir skýrslurnar heldur en að telja hvað ég á margar eftir. Miklu betra system. Mæli með.

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Eru skýrslur nemenda verðmæti? Má ég skilja þær eftir á borðinu í Bókhlöðunni? Ef þeim er stolið þarf ég nokkuð að fara yfir þær?

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Er ekki í lögum að fólk eigi ekki að sitja á miðju kaffihúsi og tala í símann? Ef ekki, laga það takk. Ég vil hörð viðurlög.

Karl Jóhann (@kalliogidilo) 's Twitter Profile Photo

Strákar: sjáið þið allar brjáluðu konurnar hér sem kvarta undan #karlmennskan? Sem nöldra yfir því að konur hafi það líka slæmt, hvers vegna enginn hugsi um þær? Nei, ekki ég heldur. Takk fyrir stuðninginn stelpur!

Harpan (@harpahafsteins) 's Twitter Profile Photo

Leitaði alls staðar að sólgleraugunum mínum. Í kommóðunni, fataskápnum, eldhússkápunum, geymslunni, aftur kommóðunni, ferðatöskunni, á baðherberginu. Í kössum og möppum og alls konar hirslum. Fann þau svo í kommóðunni sem ég leitaði fyrst í. Veit núna hvað ALLT dótið mitt er.