geðsjúk (@gedsjuk) 's Twitter Profile
geðsjúk

@gedsjuk

ID: 3863902169

calendar_today04-10-2015 18:10:42

720 Tweet

541 Followers

1,1K Following

Anna Helga (@annahelgu) 's Twitter Profile Photo

Held að ég sé í fyrsta skipti að taka mér andlegan veikindadag í vinnunni. Er að leyfa mér að slaka á og vinna í mér í staðinn fyrir að harka af mér og halda áfram. #égerekkitabú

Silja Björk (@siljabjorkk) 's Twitter Profile Photo

Fun fact: Gauti var meðal fyrstu frægra einstaklinga sem tvítuðu út #égerekkitabú tvíti og hrinti þar af stað ákveðinni hrinu í skemmtanabransanum þar sem allskonar fólk fór að opna sig, sem sýnir hvað hann er góð fyrirmynd á mörgum sviðum - meira um það seinna.

Silja Björk (@siljabjorkk) 's Twitter Profile Photo

Í dag er alþjóðlegur fræðslu- og forvarnardagur sjálfsvíga. Mundu að #égerekkitabú og ekki þú heldur, við eigum að geta rætt allan tilfiningaskalann þó það sé stundum erfitt eða sársaukafullt 🙏✨💚 siljabjork.com/2018/09/08/bro…

Asta Gretars (@astagretars) 's Twitter Profile Photo

Í dager alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. #égerekkitabú Ég á 2 alvarlegar sjálfsvígstilraunir að baki en akkúrat í dag vil ég lifa. Ég er samt alltaf hrædd um að sökkva það djúpt niður að lífslöngunin hverfi. Einn dagur í einu❤️

Litli álfur (@krissa_95) 's Twitter Profile Photo

Rúmlega hálft ár síðan ég reyndi að svipta eigin lífi. Lífið er stundum hræðilega erfitt en mikilvægt að muna líka að það getur líka verið fallegt❤️ það sem er líka mikilvægast að vita að þetta er stöðug barátta og mikilvægt að gefast ekki upp😌 #egerekkitabu

Íris Dögg (@irisdoggb) 's Twitter Profile Photo

Ólétta, kvíði og covid í veldisvexti er svo svakalega slæmt kombó að það er furða að það sé snefill af geðheilsu eftir! #égerekkitabú #óléttutwitter #veriðmeðgrímuogsprittiðhendurnar

Silja Björk (@siljabjorkk) 's Twitter Profile Photo

Nýverið átti samfélagsmiðlabyltingarbarnið mitt #égerekkitabú fimm ára afmæli. Ég get ekki orða bundist af stolti og þakklæti fyrir þeim breytingum sem hafa átt sér stað í íslensku samfélagi í kjölfarið og mér þætti vænt um að sjá ykkar tvít um það líka í tilefni afmælisins💚💚💚

Silja Björk (@siljabjorkk) 's Twitter Profile Photo

Fyrir mér breytti #égerekkitabú öllu - það sýndi samfélaginu hversu margir eiga við geðræn veikindi að stríða rétt eins og líkamleg veikindi. Það var svo fallegt að sjá samstöðuna, ástina og gleðina sem varð til í kjölfarið. Það var líka fallegt að sjá fjölgun fólks í meðferðir.

Silja Björk (@siljabjorkk) 's Twitter Profile Photo

Það var auðvitað einstaklega fallegt fyrir mig persónulega að fá shout-out #égerekkitabú í lögum frá bæði arnar og Emmsjé en báðir tvítuðu þeir um eigin geðveikindi í kringum byltinguna og það skipti sköpum fyrir okkur að fá boltann til að rúlla og aðra til að deila💚

Silja Björk (@siljabjorkk) 's Twitter Profile Photo

#égerekkitabú opnaði fyrir mér dyr að baráttunni sem ég hafði ekki hugmynd um að væru mér aðgengilegar - sjónvarpsþátt um geðsjúklinga sem fylgdi mér í heilt ár, skrifaði heila bók, komst í stjórn Geðhjálpar og held áfram að berjast fyrir bættum hag og kjörum geðveikra í landinu

geðsjúk (@gedsjuk) 's Twitter Profile Photo

Þann 5.10.2020 átti #égerekkitabú FIMM ára afmæli✊🏻💚🧠🎉Í tilefni afmælisins þætti okkur vænt um að sjá tvít frá ykkur um það hvaða áhrif þessi samfélagsmiðlabylting hefur haft á líf þitt og líðan síðustu fimm árin! 💚💚💚 Takk fyrir stuðninginn!

Þann 5.10.2020 átti #égerekkitabú FIMM ára afmæli✊🏻💚🧠🎉Í tilefni afmælisins þætti okkur vænt um að sjá tvít frá ykkur um það hvaða áhrif þessi samfélagsmiðlabylting hefur haft á líf þitt og líðan síðustu fimm árin! 💚💚💚 Takk fyrir stuðninginn!
Kristrún Emilía (@kristrunemilia) 's Twitter Profile Photo

Lærði að ef ég tek astmalyfin þá getur það ýtt undir kvíða, sem kveikti á ljósaperu hjá mér því skildi ekki hvað væri að valda kvíðanum. En ef ég tek ekki astmalyfin mín í kulda og mengun, þá fæ ég hósta og í lungun sem veldur covidheilsukvíða. Lose-lose dæmi #égerekkitabú

Silja Björk (@siljabjorkk) 's Twitter Profile Photo

Í tilefni afmæli #égerekkitabú og Alþjóða geðheilbrigðisdagsins sem er núna á laugardaginn, hvet ég ykkur öll til þess að horfa á þættina Bara geðveik á Stöð 2 Maraþon🧠Geðveikir þættir sem fóru framhjá mörgum en fjalla um mikilvæg málefni á mannlegan hátt visir.is/g/20161145250d

geðsjúk (@gedsjuk) 's Twitter Profile Photo

Í dag er #WorldMentalHealthDay og við fögnum því með því að tvíta um geðheilbrigðisþjónustuna á Íslandi, hvað er gott og hvað mætti gera betur?💚✌🏻#égerekkitabú

Í dag er #WorldMentalHealthDay og við fögnum því með því að tvíta um geðheilbrigðisþjónustuna á Íslandi, hvað er gott og hvað mætti gera betur?💚✌🏻#égerekkitabú
geðsjúk (@gedsjuk) 's Twitter Profile Photo

Á Íslandi deyja að meðaltali 39 manns úr sjálfsvígum ár hvert. Það er á okkar ábyrgð sem samfélag að efla geðheilsuforvarnir og fræðslu og skora á stjórnvöld að setja geðheilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti❤️🖤 Taktu þátt í baráttunni og skrifaðu undir! #égerekkitabú

Á Íslandi deyja að meðaltali 39 manns úr sjálfsvígum ár hvert. Það er á okkar ábyrgð sem samfélag að efla geðheilsuforvarnir og fræðslu og skora á stjórnvöld að setja geðheilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti❤️🖤

Taktu þátt í baráttunni og skrifaðu undir! #égerekkitabú
Silja Björk (@siljabjorkk) 's Twitter Profile Photo

Ótrúlegur árangur á innan við sólarhring🖤❤️Ómetanlegur stuðningur, sem sýnir hversu þarft þetta átak er! Ert þú búin að skrá þig á 39.is? 🖊

Ótrúlegur árangur á innan við sólarhring🖤❤️Ómetanlegur stuðningur, sem sýnir hversu þarft þetta átak er! Ert þú búin að skrá þig á 39.is? 🖊
Dagur Hjartarson (@dagurhjartarson) 's Twitter Profile Photo

Framhaldsskólaárin eru tilfinningalegt öngþveiti fyrir marga. Samt er ekki peningur til að hafa sálfræðinga í fullu starfi. #egerekkitabu