Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson) 's Twitter Profile
Einar Þorsteinsson

@ethorsteinsson

Borgarstjóri í Reykjavík - Mayor of Reykjavik

ID: 59957318

calendar_today25-07-2009 02:36:57

230 Tweet

1,1K Followers

385 Following

Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson) 's Twitter Profile Photo

Tók mér frí frá Kastljósinu í apríl. Og auðvitað verður allt vitlaust í samfélaginu. Ný gossprunga, frelsissvipting á Fosshóteli etc. Engin leið að kúpla sig út. Leiðrétting. Það er alltaf allt vitlaust í samfélaginu. Skiptir engu máli hvenær fréttamenn fara í frí.

Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson) 's Twitter Profile Photo

Soffía 7 ára í umferðinni í morgun í smá hálku: Erum við enn á jóladekkjunum pabbi? Sorry Gísli Marteinn en þú tekur aldrei jóladekkin af börnunum. Þessi slagur er tapaður.

Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson) 's Twitter Profile Photo

Skelfileg þróun í snjallsímanotkun barna. 8 ára dóttir mín krafðist þess í bílnum á leiðinni í skólann í morgun að fá símann minn. Vildi fara á vedur.is til að sjá hvernig veðrið yrði í dag. Hvar endar þetta eiginlega?

Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson) 's Twitter Profile Photo

Þættirnir #SquidGame voru til umræðu í #Kastljós gær. Hvað með börnin og kapítalismann? Arnar Eggert og Steinunn Anna barnasálfræðingur slógu á áhyggjurnar. Hvar fær maður annars svona búning fyrir hrekkjavökuna?ruv.is/frett/2021/10/…

Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson) 's Twitter Profile Photo

Þórólfur sóttvarnalæknir kemur í #Kastljós í kvöld til að útskýra þetta með inflúensuna og áframhaldandi takmarkanir. Sjálfur er ég búinn að vera nefmæltur með kvef í 12 daga. Var spurður í gær hvort ég væri að herma eftir röddinni hans Logi Bergmann . Ég er ss ekki að því.

Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson) 's Twitter Profile Photo

Að snúa mótlæti í meðbyr öðlast nýja merkingu! Þvílíkur baráttuvilji og skynsemi í þessum leik! Og auðvitað hreifst öll höllin með… #emruv

Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson) 's Twitter Profile Photo

Þvílíkur árangur! Að spila erfiðustu leikina með hálft liðið utan vallar og halda haus og klára leiki er ótrúlegt. Hugrekki, skynsemi, sigurvilji og auðmýkt fyrir verkefninu einkenndu mótið. Ungu strákarnir sönnuðu sig og við hljótum öll að hlakka til næstu ára! Takk! 🇮🇸💪🏽 #emruv

Kristján Freyr (@krissrokk) 's Twitter Profile Photo

Vá, hvað lóan er búin að vera svoleiðis kveðandi burt snjóinn eins og stórvirk vinnuvél hér í borginni síðustu sólarhringana! Fyrst og fremst vandræðalegt fyrir skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson) 's Twitter Profile Photo

Fugl flaug á stofugluggann áðan. Soffía (9 ára) athugaði ástand hans og komst að því að hann væri dáinn. Sagði svo: "Ég vona að það sé kór í himnaríki". Ég: hversvegna? Soffía: Því hann elskaði að syngja. #pabbatwitter

Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson) 's Twitter Profile Photo

Jæja eldgos hafið! Það sem ég væri til í að þramma þarna út í óvissuna á gallabuxum og Barbour jakka með þrífót og míkrafón! #eldgos