Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile
Erna Jóna

@erna_jona

*Áhrifavaldur by proxy

ID: 25067950

calendar_today18-03-2009 13:03:59

1,1K Tweet

227 Takipçi

234 Takip Edilen

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Ég byrja í mastersnámi í dag en eignast barn í næstu viku. Fólk skilur ekki hvað ég ætli mér að gera við barnið á meðan ég sinni náminu. - Svolítið bara eins og engum detti í hug að pabbi barnsins er alveg jafn fær og ég til að sitja yfir því🤯🤯

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Amma við kærasta minn: "Veistu, mér finnst það svo merkilegt að svona bráðmyndarlegur og indæll, 32 ára gamall maður eins og þú, eigi ekki barn einhversstaðar út í bæ."

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Frá kl.06-08 í morgun hágrét ég yfir tilhugsuninni um að eiga aðra týpu af pelahitara með son minn heldur en þann sem fylgdi mér í gegnum tveggja ára pelagjöf dóttur minnar. #mömmulífið

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Eyðilagði svo 35.000kr brjóstapumpu áður en ég gat notað hana í fyrsta skipti. - Það haggaði mér ekki... en þessi pelahitari, stórmál!

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Hafiði prófað að skellihlæja eftir keisaraskurð? - Nei, ég mæli ekki með. Allt bara dull og leiðinlegt í viku eftir skurð.

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Þriggja ára dóttir mín er í dag að eyða sínum fyrsta eftirmiðdegi með nýfæddum bróður sínum. Það var ekki liðinn klst þegar hún gargaði á hann "Uuuuusssssss Lilla baby!!!!" - Er þetta þessi systkinaást sem ég heyri none-einkabörn tala um?

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Hefur einhver einn aðili borið heilann flokk á sama máta og Ásmundur Einar? Ólíklegasta fólk í mínu lífi ætlar að kjósa Framsókn eingöngu hans vegna.

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Ég heiti Erna Jóna, ég skírði dóttur mína Jónu í höfuðið á ömmu minni. Ég kynntist svo nýjum manni sem tók fram á fyrsta deiti að ef hann eignaðist strák myndi barnið heita Magnús Jón. Sama hvað. Við eigum í dag soninn Magnús Jón. Ég er því Jóna sem á börnin Jón og Jónu🙃🙃🙃

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Dóttir mín hefur núna, í eitt og hálft ár, trúað því að skyr sé ís. Mesta og besta foreldrahaxið. Follow me for more tips.

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Ég verð að viðurkenna að mér finnst hálf pointless að vera í covid einangrun þegar að heilbrigðisráðherra hefur gefið út að einangrun verði felld niður á næstu dögum.

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

4 ára skilnaðarbarnið mitt söng frumsamið lag fyrir 10 mánaða bróður sinn "pabbi Sindri er ekki pabbi þinn, hann er bara pabbi minn... en það er allt í læææææ því þú átt pabba þinn."

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Á seinustu þremur vinnustöðum hef ég unnið með konum sem ganga undir gælunafninu "Odda". Mér finnst þetta mjög léleg nýting á "ólíklegri tölfræði". Hefði frekar viljað vinna í Lottó t.d.

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

12 mánaða sonur minn kann kannski ekki enn að labba en hann var rétt í þessu að sækja um (og fá samþykkt) gull-kreditkort hjá Landsbankanum fyrir mömmu sína🥰🥰

Erna Jóna (@erna_jona) 's Twitter Profile Photo

Þegar að ég sótti dóttur mína á leikskólann áðan var akkúrat strákur að stríða henni. Viðbrögð minnar konu? "Veistu, þetta er ekki fyndið. Það er ekki sniðugt að láta svona." Er uppeldishlutverki mínu lokið? Er þetta ekki bara komið?