Útlenskur kærasti vinkonu minnar þurfti eh tíman að fara í blóðprufu á íslandi og það kostaði hann í kringum 50.000kr. Hafiði þurft að borga 50k fyrir blóðprufu? Hélt ekki. En ef skattar lækka mikið gætuði kannski fengið að prufa það 😀
Frænka sýrlensku vinkonu minnar lést úr covid rétt í þessu. Hún var óbólusett því það er ekkert aðgengi að bóluefni. Hún var lyfjafræðingur. Á sama tíma er Ísland, BNA og öll önnur vestræn ríki að tala um ÞRIÐJU SPRAUTU. Þetta er svo ógeðslegt. Gefið bóluefnið til annarra landa!!
Fjármálaráðherra kallaði það skrípaleik rétt í þessu að minnihlutinn krefjist þess að fjármagn verði sett í niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Á sama tíma og þjóðin siglir inn í enn eitt árið af heimsfaraldri og óvissu. Skrípaleikur já.. Takk fyrir það ríkisstjórn 😔
Atburðarás gærdagsins og dagsins í dag er niðurdrepandi. Það að 16 ára bróðir minn verði fyrir racial profiling TVISVAR sinnum á innan við sólarhring er SKAMMARLEGT. Fjölmiðlar hafa ekki leyfi til þess að birta þessa færslu eða vitna í hana.