Eitt af mörgu skrýtnu við umræðu síðustu daga: Allir sem halda því fram að það hafi verið alsiða fyrir 35 árum að 15-16 ára krakkar væru í sambandi við rúmlega tvítugt fólk. Þú veist, við erum ekki að tala um 1940 hérna, heldur 1990. Þegar Home Alone kom út. Og Monkey Island 1.
Smá PSA: ég þurfti að sækja um þetta nýja ETA til Bretlands og var tvisvar næstum búinn að borga einhverjum scam-síðum 350+ evrur fyrir fjórar umsóknir. Önnur þeirra (uketa.com) var mjög sannfærandi fram að greiðslu. Rétta leiðin er btw að sækja UK ETA appið.
Ég segi nú bara eins og í hinu ofurdramatíska lokaerindi kvæðisins Sól sól skín á mig: Finnst mér nú tilveran órofa eining, úrelt sú kenning um mismun og greining.
Ekki einu sinni þið hér á forritinu góða getið eyðilagt þetta veður fyrir mér.