Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile
Esther Ösp

@estherosp

Rauðhærð landsbyggðarkona með gleraugu. Ekki örvhent samt.

ID: 500809924

calendar_today23-02-2012 13:55:51

177 Tweet

181 Followers

283 Following

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Það að eignast börn kennir manni að meta einföldu hlutina í lífinu, t.d. að þurfa skyndilega að fara að stilla vekjaraklukku eftir nokkurra ára hlé.

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Fór á bandýæfingu í fyrsta sinn síðan í menntaskóla. Þrátt fyrir alvarlegan súrefnisskort og megnt blóðbragð tók ekki nema korter fyrir hópíþróttaorðaforðann að vakna úr tuttugu ára dvala: "Laglegt!" "Kemur!" "Er ekki Íslandsmót í þessu?"

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Stundum er mér svo kalt á puttunum að ég stilli uppþvottavélina á hraðprógram og tek úr henni rjúkandi heitt leirtauið um leið og hún klárar.

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

"Mamma, má ég sýna þér svolítið hræðilegt í þessari bók? Ekki þetta samt, þetta er bara einhver sem er búinn að missa hausinn..." *Tíu mínútum síðar* "Mamma, ég get ekki sofnað. Ég fæ bara martöð um vondan listamann." Ég skil ekkert.

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Hvað þarf maður að verða gamall til að hætta að fá það reglulega á tilfinninguna að maður sé bara að þykjast vera fullorðinn og það sé bara tímaspursmál hvenær það komist upp?

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Skrepp í ríkið. Horfi á hilluna. Les orðskrúð um eiginleika fimmtán ólíkra rauðvína héðan og þaðan úr heiminum. Veg og met. Vel vínið með fallegasta miðanum.

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Iðunn, 5 ára, var að komast í kynni við Andrésblöð. "Mér finnst Jóakim ekki skemmtilegur. Sumir sem eiga svona mikla peninga hugsa ekki um neitt annað en peninga og gleyma alveg gleðinni."

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Hvort er meira áhyggjuefni þegar maður er að kynnast nýjum einstaklingi; að hann sé virkur meðlimur í Miðflokknum eða með netfang hjá Yahoo?

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Maðurinn minn á afmæli. Ég hef nýtt þennan dag í stríða honum á 9 ára aldursmun okkar; talað um "kynslóðabilið" og minnt hann á að sum bekkjarsystkini hans séu að eignast barnabörn. Ekki lengur. Ég var að fatta að þetta þýðir líka að hann má hætta að vinna 9 árum á undan mér.

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Ekkert land í heiminum hefur eins ótakmarkaðan aðgang að hreinu vatni og Ísland. Þess vegna höfum við tímarofann á öllum almenningssturtum aldrei stilltan á meira en 5 sekúndur.

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

6 ára afmælisdagur dóttur minnar. Hún: "Má ég fá mér súkkulaði í morgunmat?" Ég: "Já, ástin mín. Þú mátt allt í dag því þú átt afmæli." Hún: "Ekki allt. Ég má ekki drepa neinn."

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Nú hafa læknar skrifað upp á hreyfiseðla í nokkur ár. Er enginn byrjaður að skrifa upp á hláturseðla? Fjöldi Austfirðinga sofnar með harðsperrur í spékoppunum í kvöld. Takk Ari Eldjárn. Komdu fljótt aftur.

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Sex ára dóttir mín syngur í aftursætinu: "B.O.B.A. - það er bomba. Fýla ekki góða píu, fýla bara bónda." Já, við búum úti á landi.

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Á degi íslenskrar tungu. - Mamma, hvað þýðir „allsnægtir“? - Það er að eiga allt sem maður mögulega gæti þurft að eiga. - Ég er allsnægtir.

Esther Ösp (@estherosp) 's Twitter Profile Photo

Yngra barnið syngur hástöfum lagið „Fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin” eftir Tvíhöfða. Eldra barnið semur orðabrandara um huge-punga (hrútspunga). Jú, takk. Það er bara allt fínt að frétta úr sóttkví.