Einn daginn mun einhver klár norðurkjallarabúi opna glugga. Einn daginn mun einhver klár maraþarabúi fjárfesta í viftu. En það mun bara eiga sér stað í mun þróaðra samfélagi.
Ég: “Hversu margir grænkerar helduru að það séu hérna?” @ruriscoler: “Ertu þá að tala um fólk sem að borðar ekki kjöt, eða fólk sem að reykir hass? örugglega sama prósentan sko”
Er búin að vera grátandi í nokkra klukkutíma en Ófeigur er búinn að vera að reyna að koma mér í gott skap. Það er svo sannarlega að virka. Lítið á hann. Hann er svo sætur og hann veit það
Ég skildi það aldrei hvers vegna fólk safnaði frímerkjum. Nú skil ég fullkomlega. Þetta er dópamín á litlum skrautlegum miðum tengt (oft) fallegum hlutum.
Fólk segir að fólk með ADHD er hæfileikaríkt… held að ég persónulega finn alltaf nýja hluti til að hyper-fixatea á og verð góð í þeim hlut og þegar mér leiðist loks þá finn ég bara annan hlut til að hyper-fixatea á. Vítahringur.