Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile
Augnablik

@augnablikar

Knattspyrnufélag á uppleið sem leikur í 3. deild KSÍ. Stofnað 1983 - Endurvakið 2006.

ID: 1443766675

linkhttps://www.facebook.com/groups/augnablik/ calendar_today20-05-2013 12:59:55

601 Tweet

448 Followers

56 Following

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

5-1 sigur á Kórdrengjum í dag, Bjarni Hafstein með þrennu og Þorleifur tvennu. Æfingar fyrir áramót byrjaðar að skila sér og við höldum ótrauðir áfram. Gleðileg jól.

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

Vantar 2 línuverði á leik Augnabliks og Elliða kl 21:00 í kvöld í fífunni, einhverjir extra harðir Augnabliksmenn til í að taka það á sig?

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

Kári-Augnablik 20:00 í Akraneshöll, linkur á leikinn hér fyrir þá allra hörðustu, Hrafnkell Freyr Àgústsson verður ekki í markinu í þetta skiptið, sem betur fer fyrir allt og alls : youtu.be/BkG1rt_h8Ss

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

3-3 jafntefli gegn Kára og 3-0 í vító þar sem Sindri Snær Vilhjálmsson át allar 3 spyrnurnar og þakkaði pent fyrir sig, Arnar Laufdal átti spyrnu kvöldsins.

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

Kvennalið Augnabliks að taka við háttvísisverðlaunum KSÍ rétt í þessu, eðlilega segja sumir, þú brýtur ekkert rosalega mikið á þér þegar þú ert alltaf með boltann.

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

3-3 jafntefli gegn Víði Garði síðustu helgi og 3-2 tap gegn Njarðvík í dag, flott frammistaða gegn liðum í 2 deild og ekkert nema bjartir tímar framundan.

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

Við höfum reynt að gera gott úr þessu með allskyns keppnum síðustu vikur. Aðalsteinn Hilmarsson sigraði í gær Online Fifa mót Augnabliks eftir 1-0 sigur á Eika Blöndal í úrslitaleiknum, agaður varnarleikur og gott posession skilaði sigrinum.

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

Þökkum öllum þeim sem tekið hafa þátt í styrktarleiknum okkar á facebook innilega fyrir og vonum að allir þeir sem hafa verið taggaðir en ekki tekið þátt geri slíkt hið sama þó svo að við ætlum alls ekki að neyða neinn í það. Hver króna skiptir okkur máli núna. TakkTakk

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

Andrés Pétursson og Jón Orri mættu í miðjuna hjá Hafliða Breiðfjörð og fóru yfir upphaf, fíflalæti og “fyrri partin” í sögu Augnabliks áður en við endurvöktum félagið árið 2006. Mælum eindregið með þessu skemmtilega viðtali. m.fotbolti.net/news/13-05-202…

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

Við förum norður um helgina og munum þar spila við Magna í kvöld kl 20:00 í boganum og KF á laugardaginn kl 14:00 á Dalvík. Stuðningsmenn okkar fyrir norðan eru beðnir um að mæta með hjartastuðtæki á leikina því við munum spilum okkar djarfa og skemmtilega bolta.

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

1-0 tap gegn Magna, áttum samt sem áður fínan leik og góða spilkafla oft á tíðum sem splundruðu vörn Magna-manna en inn vildi boltinn ekki, Þökkum þeim kærlega fyrir leikinn og móttökurnar.

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

Flottur 5-0 sigur á Fjölni í kvöld hjá kvennaliði Augnabliks í bikarnum. Hér fer Vilhjálmur Kári þjálfari liðsins yfir markmið liðsins í sumar með undirspil af dýrari gerðinni í boði Justin Timberlake.

Augnablik (@augnablikar) 's Twitter Profile Photo

Augnablik-Einherji á morgun kl 14:00 á Kópavogsvelli. Góð upphitun fyrir Breiðablik-Fylki á sunnudaginn. Lið Augnabliks eru einungis skipað ungum leikmönnum sem eru uppaldir Blikar og sumir þeirra eru meira segja enþá í 2fl.