Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile
Brynjar Níelsson

@brynjarnielsson

Alþingismaður

ID: 1005094112532590592

calendar_today08-06-2018 14:28:04

164 Tweet

2,2K Takipçi

327 Takip Edilen

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Þegar ég puða í ræktinni með takmörkuðum árangri hugsa ég stundum eins og framsóknarmaður. Er ekki bara best að taka stera?

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Það logar allt í heilbrigðiskerfinu. Spítalinn að niðurlotum kominn og fólk svipt frelsi hægri vinstri. Á meðan er heilbrigðidráðherrann, af öllum, að þvælast vikulega upp í Borgarnes að telja atkvæði. Hvað er eiginlega í gangi?

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Við torfbæingar erum ekki hrifnir að því að menn mæti með höfuðföt í sjónvarpsviðtöl. Gamlir kotbændur kunnu sig þegar yfirvaldið kom í heimsókn og tóku niður höfuðfatið og sugu neftóbakstauminn upp í nefið

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Það er ekki hægt að vera lyfjalaus að hlusta á umræður á þinginu um stefnuræðu forsætisráðherra. Og hafi einhvern tíma verið þörf á örvunarskammti er það núna þegar BLG er í ræðustól

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Konan kvaddi mig í morgun með þeim orðum að hún hafi verið of fljót á sér. Ég veit ekkert hvað hún er að hugsa en ég þarf að nota bílinn

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Allt snýst um handbolta þessa daga. Vil ráðleggja sérfræðingum í handbolta að útskýra fyrir þjóðinni á skjánum hverjir þessir tvistar og þristar eru. Ég veit ekki einu sinni hvað bakkari er og þó varð ég Íslandsmeistari í fjórða flokki 1975

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Það vantar nýjan formann í SÁÁ - einhvern óumdeildan. Ég er með framboðsfíkn þessa dagana og óumdeildur og myndi bjóða mig fram ef titillinn væri forseti og væri ekki svona mikill áhugamaður um vín

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Fjölmiðlamenn eru að slá í gegn sem aldrei fyrr. Nú þurfum við að verja þá gegn ofsóknum lögreglu og stjórnmálamanna. Gætum byrjað á að stofna áfallahjálparsjóð. Svo gætum við undanþegið þá frá ákvæðum hegningarlaga og laga um meðferð sakamála.

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Menn réttlæta alltaf ríkiseinokun á sölu áfengis á því að þetta sé ekki venjuleg vara. Verður hún þá venjuleg vara við það að aðrir en ríkisstarfsmenn selji hana? Hefði haldið að vara sem hefur fylgt okkur í árþúsundir væri sæmilega venjuleg vara

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum að leyfa laxeldi er ein stærsta fréttin í íslenskum fjölmiðlum. Varla nokkur maður hefur heyrt þennan stórleikara nefndan en réttast er að heimurinn hlusti nú vel á hann í þessum efnum

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Skil ekkert í því að Tvitter hríðfellur og Musk hættur við. Mér finnst vera hér eintómir skemmtikraftar og uppistandarar og lausir við frekju og viðkvæmni. Ekki hægt að biðja um meira

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Hugur minn er hjá þessum kvikmyndatökumanni RÚV í Eyjum, sem var fórnarlamb ofbeldis. Eins gott að RÚV gat flutt fréttir af ofbeldi á þjóðhátíðinni

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Mér heyrist að vinkona mín, Helga Vala, sé ekkert að láta sannleikann trufla sig of mikið, nema hún viti betur en lögreglumennirnir sjálfir hvað þeir vilji. Finnst þó líklegra að hún blaðri bara eitthvað út í loftið

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Merkilegt að sjá miðaldra mann koma til baka eftir 10 ára hlé og rúlla upp Íslandsmótinu í borðtennis. Nú er kominn tími miðaldra.

Brynjar Níelsson (@brynjarnielsson) 's Twitter Profile Photo

Skrítið að ríki og sveitarfélög ætli að leggja fram milljónir til að fjármagna nornaveiðar ofstækisfólks. Greinilega nóg til.