Birta (@birtasvavars) 's Twitter Profile
Birta

@birtasvavars

Bara svona týpísk miðbæjarmamma 🥂Hún/she 🍤

ID: 2574558837

calendar_today01-06-2014 00:23:13

3,3K Tweet

1,1K Takipçi

899 Takip Edilen

Birta (@birtasvavars) 's Twitter Profile Photo

Strögglið að followa einhvern á IG sem þú þekktir smá í menntó en eiginlega ekki lengur og myndir ekki heilsa úti á götu og ættir mögulega að unfollowa en vilt það ekki því þau eiga sætt barn eða hund sem þau pósta myndum af og þér finnst weird að læka en ert alveg til í að skoða

Birta (@birtasvavars) 's Twitter Profile Photo

Á hvaða stað er ég í lífinu? Nú, auðvitað á þeim stað að ég er rosa spennt fyrir 20% afslætti af plastkössum í Rúmfó um helgina.

Birta (@birtasvavars) 's Twitter Profile Photo

Labba í stuttbuxum og sandölum með ískaffi og sólgleraugu og þurfa ekki að spá í neinu og kannski fer ég á þetta safn eða bara kaupi mér croissant og borða það á meðan ég labba.

Birta (@birtasvavars) 's Twitter Profile Photo

Missti út úr mér „þetta var nú kjörbúð þegar ég var að alast upp“ á kaffihúsi um daginn. Yfirgaf samstundis líkama minn, sveif upp, starði á sjálfa mig og hugsaði hvort þetta væri það allra eldriborgaralegasta sem nokkur hefði látið út úr sér fyrr og síðar. Svarið er já.

Birta (@birtasvavars) 's Twitter Profile Photo

Sit og hugsa um öll börnin sem fara að sofa á kvöldin eins og eðlilegt fólk og svo um mitt barn sem mun aldrei fara að sofa heldur biðja um vatn og bangsa og að láta laga sængina sína til skiptis þangað til við deyjum báðar ellidauða.

Birta (@birtasvavars) 's Twitter Profile Photo

Svartur föstudagur að breytast smám saman í svarta helgi og svo svarta viku og svo svartan mánuð og svo svart ár og svo svartan áratug og svo svarta öld þangað til tilveran gleypir sjálfa sig í fullkomnu rofi á tíma, rúmi og efnishyggju.

Birta (@birtasvavars) 's Twitter Profile Photo

Verð að hætta að leyfa 2 ára dóttur minni að velja kvöldmat í búðinni á föstudögum því hún velur ALLTAF fiskibollur og það er sirkabát það minnst föstudagslega sem ég get ímyndað mér.

Birta (@birtasvavars) 's Twitter Profile Photo

Hver ákveður hvaða logo á að vera á rassinum á handboltabúningnum? Velja fyrirtækin sjálf? „Já, fá rassinn takk. Við hjá Samskip erum rassamenn alla leið.“