Er búin að vera á facetime við V í tæpa 2 tíma.
Hann er búinn að:
- horfa á sjónvarpið
- pissa
- rúnta
- borða twister á planinu á kfc
- fara í Krónuna
- fara í sjoppu að kaupa Lyft
Og ég fylgist bara með.
Þetta. Er. Alvöru. Föstudagskvöld. 🥲
Klukkan er að verða 10 á laugardagskvöldi og ég er að taka jólahreingerninguna. Þetta er ný týpa af miðaldra, enda á síðasta árinu sem tuttugu og eitthvað 🥲
Má til með að hrósa verðsögu-fídusinum hjá Elko, sérstaklega á tilboðsdögum. Þar sést svart á hvítu að ekki er búið að eiga við verðin áður en tilboðsdagarnir hefjast
Traustverðugasta fyrirtækið í dag að mínu mati
Þrítugsafmælisvikan mín var að byrja og auðvitað byrjar vikan með trompi. Ég er með hælsæri á báðum. 🥲
Verð flott næstu daga öll plástruð og í inniskóm. 🤝
Hvernig væri nú að gæðin í tv í þessum leik yrðu betri ? Árið er 2022. Og þetta er í fyrsta skipti sem við eigum séns að komast á HM! RÚVRÚV Íþróttir #hmruv #stelpurnarokkar
Oftast þegar ég er að leggjast upp í rúm til að fara að sofa, þá kveiki ég á Friends í iPadinum, sný mér á hina hliðina og fer að sofa. Það er svo vinalegt.
Í dag hringdi í mig fyrirtæki og spurði hvort ég ætti 2 mínútur lausar. Ég viðurkenni að ég nennti ekki neinni söluræðu í dag svo ég svaraði nei því miður, ég er bara í vinnunni. Og þá svaraði maðurinn á móti nú áttu ekki lausar 2 mínútur á launum?
Uuu ok. Spes svar. 🙂